-1 C
Grindavik
27. janúar, 2021

Óstöðvandi sóknardúett Tottenham

Skyldulesning

Tottenham er á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham er á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni.

AFP

Harry Kane, framherji enska knattspyrnufélagsins Tottenham, skoraði mark númer 250 á ferlinum þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Tottenham Hotspur-vellinum í Lundúnum í gær.

Son Heung-min kom Tottenham yfir strax á 13. mínútu með frábæru skoti rétt utan teigs og Kane tvöfaldaði forystu Tottenham með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat.

Kane hefur skorað 202 mörk fyrir Tottenham frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2009. Þá hefur hann skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið, níu fyrir Millwall þar sem hann var á láni árið 2012, tvö fyrir Leyton Orient þar sem hann var á láni árið 2011 og tvö fyrir Leicester þar sem hann var á láni árið 2013.

Þá var þetta mark númer 100 sem Harry Kane skorar á heimavelli Tottenham í öllum keppnum en framherjinn er einungis 27 ára gamall og á því nóg eftir.

Kane og Son mynda eitt besta sóknarparið í heimsfótboltanum í dag en Son hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er næst markahæstur á meðan Kane hefur skorað átta mörk í deildinni.

Saman eru þeir með ellefu mörk á milli sín, það er að segja þar sem þeir hafa skorað eftir stoðsendingu frá hvor öðrum.

Sjáðu greinina um enska boltann í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Innlendar Fréttir