8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Óþarfi að endurtaka það sem Mourinho sagði

Skyldulesning

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði Roberto Firmino, sóknarmanni liðsins, í hástert eftir 2:1-sigur Liverpool gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í Liverpool í kvöld.

Firminio skoraði sigurmark leiksins með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma og tryggði Liverpool dramatískan sigur í toppslag deildarinnar.

„Besta leiðin til þess að verjast Tottenham er að halda boltanum innan liðsins,“ sagði Klopp í samtali við enska fjölmiðla í leikslok.

„Strákarnir lögðu ótrúlega vinnu í leikinn og þegar að við töpuðum boltanum vorum við fljótir að vinna hann aftur á miðsvæðinu eða í öftustu víglínu.

Þetta var frábær leikur og ég virkilega ánægður með að skora sigurmarkið í leiknum því ég hefði ekki verið sáttur með jafntefli, jafnvel þótt við höfum verið að mæta frábæru fótboltaliði.

Ég og Mourinho ræddum saman eftir leik og hann sagði eflaust það sama við mig og í viðtölum eftir leik,“ bætti Klopp við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir