8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Ótrúleg tölfræði Mbappe í Meistaradeild Evrópu

Skyldulesning

Það snjóaði á Allianz Arena í Þýskalandi er Evrópumeistarar Bayern Munchen og franska liðið Paris Saint-Germain mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Paris Saint-Germain og enn á ný var Kylian Mbappe með hættulegustu mönnum Parísarliðsins.

Tölfræði Mbappe í Meistaradeild Evrópu er hreint út sagt ótrúleg miðað við að hann er aðeins 22 ára gamall.

Mbappe hefur á sínum knattspyrnuferli leikið 43 leiki í Meistaradeild Evrópu. Í þeim leikjum hefur hann komið að 42 mörkum, skorað 27 og gefið 15 stoðsendingar.

Mbappe skorað tvö mörk í leik kvöldsins, mörk sem koma Paris Saint Germain í ákjósanlega stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fer fram þann 13. apríl næstkomandi í París.

Kylian Mbappé has been involved in 42 goals in 43 Champions League games. 27 goals, 15 assists… and he’s 22 years old. 🔵🔴 #PSG #UCL @UCLonCBSSports

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 7, 2021

Innlendar Fréttir