3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Ótrúleg uppákoma – Klæddust hvítum búningi á snævi þökktum velli

Skyldulesning

Það reyndist afar óheppilegt fyrir áhorfendur á leik Sivasspor og Istanbul Basaksehir að greina leikmenn Sivasspor frá vellinum sjálfum sem var snævi þakktur.

Leikmenn Sivasspor klæddust hvítum treyjum, stuttbuxum og sokkum og nær ómögulegt var að greina leikmennina frá vellinum. Það sama er ekki hægt að segja um leikmenn Istanbul sem klæddust appelsínugulum treyjum.

Að leika í þessum búningum reyndist skrítin ákvörðun hjá forráðamönnum Sivasspor en heimavallarbúningur liðsins er rauður og hvítur sem hefði verið mun betra.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Hversu marga leikmenn Sivasspor greinir þú á myndinni?

Innlendar Fréttir