7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Ótrúlegur niðurskurður í launakostnaði hjá Arsenal – Sjáðu samanburð

Skyldulesning

Arsenal hefur á rúmu ári lækkað launakostnað hjá leikmönnum um helming. Þetta kemur fram í nýrri úttekt.

Launakostnaður Arsenal á síðustu leiktíð var 157 milljónir punda en allt stefnir í að hann verði rúmar 87 milljónir punda í ár.

Arsenal losaði sig við Pierre Emerick Aubameyang í janúar en hann var með 350 þúsund pund á viku.

Sama launapakka var Mesut Özil með sem fór fyrir ári. Willian fór í sumar en hann var með 200 þúsund pund á viku.

Thomas Partey er launahæsti leikmaður Arsenal í dag með 200 þúsund pund á viku en Alexandre Lacazette er með 182 þúsund pund á viku og Niolas Pepe er með 140 þúsund pund á viku.

Hér að neðan má sjá hvernig launakostnaður Arsenal hefur þróast undanfarin ár.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir