9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Óttast að eiginmaðurinn komist að lesbíska ástarsambandinu mínu

Skyldulesning

27 ára kona leitaði ráða hjá kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre, af því hún óttast að eiginmaður hennar komist að því að hún er að halda framhjá honum með kvenkyns yfirmanni sínum.

Konan segir að eiginmaður sinn sé 34 ára, hann reki öryggisfyrirtæki og þau hafi verið gift í bráðum tvö ár. Fyrir ári hafi hann lagt til að hún myndi byrja að vinna hjá fyrirtækinu hans og krafist þess að hún prófaði að starfa í öllum deildum í upphafi til að kynnast starfseminni sem best.

„Ég byrjaði í nýju viðskiptateymi og fann strax frá fyrsta degi að ég laðaðist að yfirmanni mínum. Ég elska eiginmann minn en það hefur alltaf vantað eitthvað í samband okkar. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa verið beitt þrýstingi til að giftast of snemma og hafði ekki náð að kanna heim kynlífsins nógu vel áður.“

Fær fiðrildi í magann

Konan segir að yfirmaður hennar sé 32ja ára kona, einhleyp og einkar glæsileg.

„Þetta byrjaði með því að við vorum að vinna frameftir á skrifstofunni og byrjuðum báðar að daðra. Við löðuðumst mjög hvor að annarri og þarna skildi ég í fyrsta skipti hvað er átt við með því þegar fólk segist fá fiðrildi í magann af hrifningu.“

Hún segir að þær hafi oft sótt sér mat þegar þær voru að vinna frameftir, jafnvel líka bjór, og nokkrum sinnum hafi þær síðan haft samfarir á skrifstofunni.

Of mikil áhætta

„Mér líður hræðilega að svíkja eiginmann minn svona en ég er yfir mig hrifin af þessari konu. Hún vill að við verjum meiri tíma saman utan vinnu en ég held að það væri of mikil áhætta. Ég vil taka þessu rólega og komast að því hvað það er sem ég vil í raun.“

Þá segist konan óttast að hin konan, yfirmaðurinn, verði þreytt á að vera einhvers konar leyndarmál og slíti sambandinu.

„Ég gæti ekki unnið með henni ef það gerðist. Ég myndi þurfa að segja upp og maðurinn minn myndi fara að spyrja spurninga. Hann er þegar með grunsemdir. Ég held að hann hafi tekið eftir breytingum í fari mínu en hafi þó ekki hugmynd um af hverju þær stafa.“

Eyðileggur hjónabandið

Deidre svarar konunni: „Ef þú vilt vera með annarri konu muntu ekki þrauka lengi í hjónabandi við eiginmann þinn. Kynlíf með nýjum aðila er alltaf spennandi en það þýðir samt ekki að þið yrðuð hamingjusamar í parasambandi.“

Þá segir Deidre að það sé ekki sanngjarnt gagnvart eiginmanninum að halda þessu leyndu fyrir honum, sé í lagi þegar þau vinna öll á sama vinnustaðnum.

Starfsferillinn líka í hættu

„Það mun eyðileggja hjónabandið þitt ef þú ákveður að vera með þessari konu og það gæti líka eyðilagt starfsferil ykkar beggja. Þegar fólk elskar tvær manneskjur á sama tíma þá vantar yfirleitt eitthvað í sambandið. Þú viðurkennir að það vanti eitthvað í hjónabandið þitt. Kannski ættir þú að einbeita þér að því að lífga það við.“

Deidre leggur til við konuna að hún segi yfirmanni sínum að þær verði að slíta sambandinu því hún ætli að einbeita sér að hjónabandinu.

„Ef það virkar ekki þá ert þú allavega búin að reyna,“ segir Deidre.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir