Færri hafa áhyggjur af því að smitast af Covid-19 sem og efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins en síðustu mánuði samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 93% landsmanna treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum til að takast á við faraldurinn.
Rannsóknin var framkvæmd á dögunum 4. til 13. desember. Heildarfjöldi svarenda voru 1583, 18 ára og eldri.
84% aðspurðra hafa breytt venjum sínum mjög eða frekar mikið til að forðast smit.
Breyttar venjur felast í því að langflestir aðspurðra þvo eða spritta hendur oftar en áður, forðast handabönd, faðmlög og kossa sem og fjölfarna staði.
Alls telja 72% hæfilega mikið gert úr hættunni sem stafar af kórónuveirunni hér á landi.
Hægt er að skoða niðurstöður nánar hér.