1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Óttast ekki fullar verslunarmiðstöðvar

Skyldulesning

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Ég óttast ekki að það verði allt of mikið af fólki í húsi enda raðirnar langar, fólk er ekki að standa í röð allan daginn. Ég held að flestir muni nýta sér tilboð á netinu,“ segir Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar í samtali við Morgunblaðið.

Opið verður til 22 í Smáralind og til miðnættis í Kringlunni í kvöld, það er gert til þess að dreifa álagi vegna svarts föstudags – eða Black Friday – og tryggja sóttvarnir. Þá verður aukin öryggisgæsla á göngugötum og tveggja metra reglan í biðröðum tryggð. Báðar verslunarmiðstöðvar leggja nú meiri áherslu á netverslun.

Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir netverslun á vef Kringlunnar hafa margfaldast undanfarin misseri. Þá segir hann búðirnar öflugri en áður að setja inn vörur á síðuna.

„Á Kringlukasti voru fleiri gestakomur á netið heldur en í hús, sem er einsdæmi,“ segir Sigurjón.

Minna um að fólk vafri um búðir

Tinna bendir á að nýlega hafi verið opnaður systurvefur Smáralindar herer.is, þar sem fólki er leiðbeint varðandi kaup og vöruframboð í húsinu. „Okkar einbeiting undanfarin misseri hefur verið á hann,“ segir hún. Þá segir hún greinilegt að fólk undirbúi sig í meiri mæli og mæti á staðinn til að kaupa sérstakar vörur, minna sé um að fólk vafri um búðir og skoði. Hún segir áherslur þeirra liggja í því að beina sjónum að vöruframboði í húsinu, m.a. með virku samfélagsmiðlastarfi og það hafi skilað sér í því að fólk komi undirbúið. „Það tekur þig bara óratíma að fara í fjórar verslanir í dag.“ Hún telur það farsælt að fólk haldi áfram að koma en sé hnitmiðaðra í kaupum enda ekki meiningin að fólk hætti að koma í Smáralind.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir