2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Óttast komandi kjarasamninga

Skyldulesning

Kjarasamningar eru framundan og hafa ýmsir komið fram á sjónarsviðið, til að mynda seðlabankastjóri og fjármálaráðherra, sem mæla með að hófsemdar verði gætt við gerð þeirra með tilliti til þeirra aðstæðna sem eru uppi í dag. „Viðbrögðin eru þau að þessari plötu er ætíð skellt á fóninn þegar að það kemur að því að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ræddi við Pál Magnússon í Dagmálum um komandi kjarasamninga og baráttuna framundan.

Vilhjálmur segir að í gegnum söguna hafi aldrei verið svigrúm til launabreytinga þegar það kom að því að semja um kaup og kjör handa íslensku verkafólki.

Gagnrýnir hann jafnframt þá þögn sem þeir aðilar, sem mæla til þess að gæta hófsemdar í komandi kjarasamningum, viðhafa þegar kemur að launabreytingum fólks úr efri lögum samfélagsins.

Kveðst Vilhjálmur óttast komandi kjarasamninga.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir