Óttast það að Chelsea hafi engan áhuga á að kaupa Felix – DV

0
99

Atletico Madrid óttast það að Chelsea muni ekki snerta það að kaupa Joao Felix framherja félagsins í sumar.

Daily Mail fjallar um málið og segir að ólíklegt sé að Chelsea festi kaup á sóknarmanninum frá Portúgal í sumar.

Felix er 23 ára gamall en hann kom á láni til Chelsea í janúar og hefur skorað tvö mörk á Englandi.

Felix á enn eftir að leggja upp mark fyrir Chelsea en eins og aðrir leikmenn félagsins er hann í vandræðum með leik sinn.

Felix kostaði Atletico um 100 milljónir punda þegar hann kom en hefur verið langt frá því að réttlæta þann verðmiða.

Enski boltinn á 433 er í boði