Otto var 22 ára og vildi fara í ævintýraferð áður en alvara lífsins tæki við – Fór til Norður-Kóreu en kom heim alvarlega heilaskemmdur – DV

0
147

Otto Wambier var elstur þriggja systkina, fæddur í desember 1994, sonur samheldinnar fjölskyldu efnafólks í Cincinatti í Ohio fylki 

Frá unga aldri var Otto afburðanemandi, var vinsæll með jafnaldra sinna, og afbragðs íþróttamaður, sérstaklega þótti hann skara fram úr í knattspyrnu og sundi. Hann var ara huggulegur ungur maður og skorti ekki athygli ungra kvenna.

Otto var einnig hálfgert undrabarn i stærðfræði og ekkert sem benti til annars en að framtíð Otto yrði hin bjartasta. 

Allt þar til Otto tók þá ákvörðun að fara í nokkra daga til Norður-Kóreu.

Otto Wambier Með áhuga á framandi menningu

Otto útskrifaðist annar hæstur úr menntaskóla og lá leið hans í háskólann í Virginiufylki. Hóf hann þar nám og stefndi að tvöfaldri gráðu í viðskipta- og hagfræði enda með hug á feril í fjárfestingabanka.  Í ofanálag hugðist Otto taka kúrsa í umhverfissjálfbærni, sem var einnig áhugamál hans. Þrátt fyrir að hafa aldrei skort neitt vildi Otto gera heiminn betri. 

Otto hafði mikinn áhuga á að ferðast og kynna sér annars konar menningu en hann hafði alist upp við. Hann fór tímabundið í skiptinám í hinn virta London School of Economics og var á leið í sambærilegt í Hong Kong. Hann en heimsótti einnig Ísrael, Kúpu, Ekvador og stóran hluta Evrópu í frítíma sínum.

Otto vissi að sín beið framtíð Excel skjala og í vetrarfríi sínu ákvað hann að gera eitthvað allt öðruvísi og heimsækja lokaðasta land í heimi, Norður-Kóreu. 

Otto var afar vinsæll meðal skólafélaga sinna. Það er snúið að ferðast til Norður-Kóreu og aðeins unnt að komast í hópferðir frá Kína. En yfirvöld þar í landi vilja gjarnan gjaldeyririnn sem fylgir ferðamönnum og skráði sig í eina slíka ferð. Það er talið að um sex þúsund erlendir ferðamenn heimsæki landið árlega. 

Foreldrar hans voru efins enda ráða vestræn stjórnvöld landsmönnum sínum frá því að heimsækja landið. Einu löndin með sendiráð í landinu eru Rússland, Kína, Víetnam, Kúba, Laos og Sýrland. Lendi viðkomandi í vanda er hvergi unnt að leita.

En Otto var ákveðinn og í lok desember árið 2015 lenti hann, ásamt hópi ungra námsmanna, víða að úr heiminum, í Norður-Kóreu.

Var hugmyndin að dvelja fimm daga í landinu, landi sem tæknilega séð er enn í stríði, meðal annars við Bandaríkin, þar sem aldrei var skrifað formlega undir friðarsamning að Kóreustríðinu loknu.

Eins og er með aðra ferðamenn í landinu, gættu yfirvöld í Norður-Kóreu vel upp á hópinn sem aldrei fékk að fara neitt án fylgdarmanna sem stöðugt héldu ræður um ,,hin illu kapítalísku veldi” og fóru Bandaríkin, ásamt Suður-Kóreu og Japan, þar fremst í flokki.

Fékk nett kúltúrsjokk en jafnaði sig

Samkvæmt Danny Gratton, breskum manni sem var með Otto í hóp og deildi með honum herbergi, virtist Otto nokkuð brugðið, eins og hann hefði ekki gert sér fullkomlega grein fyrir hversu gríðarlega óvinveitt Norður-Kórea var heimalandi hans. 

Ferðafélagar Ottó voru alls staðar að, frá Kanada, Ástralíu og víða að úr Evrópu auk þess sem það var annar Bandaríkjamaður með í för. Hópurinn hressti Otto við, sagði honum að slaka bara á og njóta þess að upplifa heimsókn til lands sem fæstir berja augum. 

Auðvitað vissi hópurinn af eymdinni í landinu, sem enginn ferðamaður fær að sjá, en lét sem ekkert væri, hneigði sig fyrir framan styttur af leiðtogunum og gættu orða sinna í návist ,,leiðsögumanna.” Otto naut ferðarinnar og vinátta myndaðist meðal ferðalanganna.

Hann leyfði sér meira að segja að henda snjóboltum í Norður-Kóresk skólabörn sem svöruðu fyrir sig og varð úr heljar snjóboltaslagur sem endaði í hláturskasti allra sem tóku þátt. 

Nokrum dögum fyrir handtökuna lék Otto sér við börn við að kasta snjóboltum. Gamlárskvöldið örlagaríka

Hópurinn fagnaði gamlárskvöldi á bar, samþykktum af ,,leiðsögumönnunum” en þrátt fyrir sögusagnir síðar, var enginn úr hópnum ölvaður af nokkru ráði og allra síst Otto. Hópurinn fór síðan á aðaltorg höfðuborgarinnar, Pyongyang, og töldu niður í nýtt ár. 

Þaðan var haldið heim á hótelið, Yanggakdo. Um er að ræða 47 hæða turn með fimm veitingastöðum, bar, sána, nuddstofu og keilusal. 

Hótelið er staðsett á eyju sem tryggir að enginn kemst til eða frá því án vitundar heimamanna. Þrátt fyrir fantasíur leiðtoga hafa allar 47 hæðirnar aldrei verið fylltar ferðamönnum, langt því frá.  

Því má bæta við að fimmta hæð hótelsins er leyndardómur sem vekur forvitni flestra gesta. Fimmta hæðin er ekki til í lyftum og engin leið fyrir gesti að nálgast hana, þrátt fyrir að margir hafi reynt. 

Þetta kvöld fóru sumir úr hópnum í keilu en aðrir héldu á barinn. Eftir á séð áttuðu ferðafélagarnir sig á að enginn hafði séð Otto í tvær klukkustundir. 

Þegar að Gratton fór upp á herbergi sitt um klukkan 04:30 um nóttina lá Otto í rúmi sínu, steinsofandi. 

Hvarfið á flugvellinum

Þann 2. janúar 2016, eftir hélt hópurinn á flugvöllinn enda komið að lokum ferðar. 

Gratton og Otto voru aftast í hópnum og tók Gratton eftir að verðirnir rýndu mun lengur í vegabréf þeirra en annarra ferðafélaga. 

Allt í einu bar að hermenn og greip einn í öxl Otto og benti honum að að fylgja sér eftir. Ekki eitt orð var mælt. Otto tók ástandið ekki alvarlega, hló og sagði við Gratton að hann kæmi aftur fljótlega. En reyndin var önnur og átti enginn utan Norður-Kóreu eftir að sjá Otto nokkurn tíma framar heilan á húfi. 

Gratton beið eftir Otto eins lengi og hann mögulega gat en varð að taka flugið heim. 

Enginn veit í raun hvað gerðist næst. 

Otto játar ,,glæpi“ sína í norður-kóresku sjónvarpi. Yfirvöld í Norður-Kóreu gáfu síðar út lélega, svarthvíta upptöku úr öryggismyndavél sem virðist sýna mann, sem yfirvöld í landinu sögðu vera Otto, taka niður áróðursplakat af vegg hótelsins. Slík plaköt er að finna út um allt í landinu og eru keimlík, einræðisherrann er lofaður og kapítalískum andskotum bölvað.

Norður-Kóres yfirvöld gáfu enn fremur út yfirlýsingu um að Otto hefði verið handtekinn fyrir þjófnaðinn, hann hefði framið fjandsamlegt athæfi gegn [ríki Norður-Kóreu] eftir að logið sig inn sem ferðamann. Í raun hafi hann verið á snærum banrarískra yfirvalda, njósnari, með það verkefni að reyna að eyðileggja samstöðu landsmanna og grafa undan stjórnvöldum Norður-Kóreu. 

Í ofanálag hefði hann verið á svæði hótelsins sem bannað er ferðamönnum og aðeins ætlað starfsmönnum. Sú saga komst á kreik að Otto hefði náð að komast inn á fimmtu hæðina en það er afar ólíklegt og sennilegast kjaftasaga. 

Skelfingu lostinn

Þann 10. febrúar var ,,játningu” Otto á glæpum sínum sjónvarpað. Otto var augljóslega skelfingu lostin þegar hann las upp hina svokölluðu játningu af blaði sem honum var rétt.

Otto grábað um vægð Las hann upp að hann væri erindreki banarískra stjórnvalda og meðlimur leynilegra samtaka, kölluð ,,Z” sem hefðu það að markmiði að eyða Norður-Kóreu. Hann játaði einnig að vera sendiboði kirkju meþódista sem hötuðu Norður-Kóreu og höfðu boðið honum tiu þúsund dollara fyrir að stela plakatinu.

Hágrátandi og augljóslega viti sínu fjær af hræðslu, bað Otto Norður-Kóres stjórnvöld og almenning afsökunar og sagði sig vera peð hinna kapítalísku illmenna sem væri við stjórnvöl í Bandaríkjunum, hefði hann verið heilaþveginn ´til að fremja glæpi sína en sæi nú villu síns vegar. Væri um verstu mistök lífs hans að ræða .

Otto var reyndar gyðingur og óbreyttur háskólanemi með engin sambönd við óþekkt neðanjarðarsamtök eða njósnastofnanir Bandaríkjanna. Það var reyndar flestum ljóst, sem á horfðu, að Otto hafði aldrei skrifað yfirlýsinguna og sennilegast að sjá hana í fyrsta skipti. 

Það var átakanleg sjón að sjá þennan 22 ára pilt lesa snöktandi upp þennan furðulega pistil og grátbiðja um vægð. 

Er þetta Otto? Þvertekur fyrir að um Ottó hafi verið að ræða

Enginn veit í raun hvað gerðist þessa tvo tíma sem Otto hvarf á gamlárskvöld né hvort það er yfirleitt Otto Warmbier sem er á hinni óljósu upptöku úr öryggismyndavélinni.

Danny Gratton hefur ávallt haldið því staðfastlega fram að ekki sé um Otto að ræða, hann hafi verið allt of skynsamur til að gera nokkuð til að ögra stjórnvöldum og reyndar varað ferðafélaga sína við að gera eitt né neitt sem gæti kostað þá handtöku í landinu. Enda þarf oft ekki mikið til .

Ekkert heyrðist né sást af Otto í fyrr en 16. mars þegar hann var dreginn fyrir rétt og innan við klukkutíma síðar fékk hann dóm upp á fimmtán ára þrælkunarvist fyrir njósnir og niðurrifsstarfsemi. 

Allt frá handtökunni börðust foreldrar Otto, Cynthia og Fred Warmbier, fyrir lausn hans. Þau komu fram í fjölmiðlum, ræddu við þingmenn og ráðherra og náðu meira að segja eyrum Obama forseta og síðar Trump.

Ekki aðeins reyndu bandarísk stjórnvöld að semja við stjórnvöld í Norður-Kóreu um lausn Otto, og þriggja annarra Bandaríkjamanna, fangelsuðum í Norður-Kóreu  heldur komu einnig fulltrúar alþjóðasamfélagsins að málum og var sænsk sendinefnd þar fremst í flokki.

Frend og Cynthia voru óþreytandi í að fá son sinn lausan. ,,Þið megið sækja hann“

En allt reyndist árangurslaust og neituðu stjórnvöld alfarið að leysa Otto úr haldi.

Það er að segja allt þar til þann 13. júní 2017 þegar að stjórnvöld í Bandaríkjunum gáfu út yfirlýsingum um að Norður-Kórea hefði samþykkt að sleppa Otto og mættu Kanarnir sækja hann ef þeir vildu. 

Tók talsmaður Norður-Kóreu fram að Otto væri ekki heill heilsu, hann væri með bótúlíneitrun, sem er matareitrun af völdum sperðilsýkils og veldur taugalömun. Otto hefði auk þess orðið sér ólöglega úti um svefntöflur sem hefðu valdið honum skaða og hefði hann verið í dái í eitt ár. 

Bandarísk stjórnvöld sendu þegar af stað flugvél, mannaða læknum og öðru hjúkrunarfólki. Otto var meðvitundarlaus þegar hann var afhentur löndum sínum.

Strax i flugvélinni varð læknum ljóst að Otto var ekki með matareitrun né voru nein merki um að hann hefði tekið svefnlyf.

Otto borinn út úr vélinni við heimkomuna. Hann virtist aftur á móti vera með alvarlegan heilaskaða og við nánari skoðun á sjúkrahúsi þegar til Bandaríjanna var komið, reyndist sá grunur því miður réttur. Læknar sögðu stóran hluta af heilavef Otto gjöreyðilagðan og væri það ekki nýtilkomið heldur væru heilaskemmdirnar frá í apríl en það var einmitt þá sem réttað var yfir Otto og hann dæmdur. 

Fimm sólarhringum eftir komuna heim lést Otto Warmbier, umkringdur ástvinum sínum. 

Dánarorsök?

Læknar hafa aldrei getað fest almennilega hönd á hvað varð Otto að bana en telja það sennilegast hafa verið hjartáfall vegna skorts á súrefni til heilans.

Í krufningarskýrslu er dánarorsök sögð vera óþekkt en formlega af völdum ákvörðunar foreldra Otto að hætta næringargjöf til að hann fengi friðinn. 

Wambier hjónin segjast aldrei gefast upp. Æfir foreldrar

Foreldrar Otto voru, og eru enn, æfir yfir hinni opinberu krufningarskýrslu sem gefin var út. 

Í henni segir að Otto hafi haft nokkur ör á líkama en svo virtist sem hann hefði hlotið góða umönnun, hann hefði verið vel nærður, ekkert benti til legusára, allar tennur væri í góðu ástandi, hann hefði ekki hlotið beinbrot né benti neitt til þess að hann hefði verið pyntaður. 

Fred og Cynthia Wambier hafa ávallt haldið því fram að stór hluti skýrslunnar sér hrein og klár lygi. 

Allir aðilar eru sammála um að Otto náði að opna augun nokkrum sinnum, á milli þess sem hann missti meðvitund. Einnig að hann hafi ekki sýnt nein merki þess að vita hvar hann væri né hafi hann þekkt foreldra sína eða vini. 

Segja krufningaskýrslu að stórum hluta lygi

Aftur á móti segja Fred og Cynthia son sinn hafa verið blindan og heyrnarlausan og hann hafa veinað reglulega örvæntingarfullt. Einnig hafi á honum stór og áberandi ör og bæði hendur og fætur snúnir eftir augljós beinbrot.

Þar að auki hafi tennur í neðri góm ýmist verið horfnar, snúnar eða hreinlega færst til í munni og staðfesti tannlæknir Otto þá frásögn. Svo virðist sem töng hafi verið notuð á tennur hans, augljóslega til pyntinga, og segja þau neðri hluta andlits hafa verið áberandi skemmdan. 

Gríðarlegur fjöldi fylgdi Otto til grafar. Af hverju þessi mikli munur er á milli bandarískra yfirvalda og foreldranna um ástand Otto er ekki vitað. 

Foreldrar Otto fóru í mál við Norður-Kóreu, sem er afar óvenjulegt og reyndar illmögulegt. Þarlend yfirvöld létu sér fátt um finnast en vísuðu ásökum Wambier hjónanna á bug og sögðust hafa veitt Otto alla mögulega aðstoð í veikindum hans. 

Fred og Cynthia Wambier berjast enn fyrir að fá að vita sannleikann um örlög sonar síns og segjast aldrei munu gefast upp.