2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Óvænt tap Börsunga gegn fallbaráttuliði Cadiz

Skyldulesning

Fótbolti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

FC Barcelona v Cadiz CF - La Liga Santander BARCELONA, SPAIN - APRIL 18: Lucas Perez of Cadiz CF scores his team's first goal during the La Liga Santander match between FC Barcelona and Cadiz CF at Camp Nou on April 18, 2022 in Barcelona, Spain. (Photo by Quality Sport Images/Getty Images)
FC Barcelona v Cadiz CF – La Liga Santander BARCELONA, SPAIN – APRIL 18: Lucas Perez of Cadiz CF scores his team’s first goal during the La Liga Santander match between FC Barcelona and Cadiz CF at Camp Nou on April 18, 2022 in Barcelona, Spain. (Photo by Quality Sport Images/Getty Images)

Spænska stórveldið Barcelona þurfti að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli er liðið tók á móti fallbaráttuliði Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Lucas Perez á 48. mínútu þegar hann fylgdi skalla Ruben Sobrino eftir sem Marc-Andre ter Stegen hafði gert vel í að verja.

Þrátt fyrir þunga sókna Börsunga nánast allan leikinn tókst þeim ekki að skora og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Cadiz. Sigurinn lyfti gestunum upp úr fallsæti, en liðið er nú með 31 stig eftir 32 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Börsungar sitja hins vegar enn í öðru sæti deildarinnar með 60 stig eftir 31 leik, 15 stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar aðeins 21 stig er eftir í pottinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir