Óvenjuleg sjón….

0
474

Óvenjuleg sjón….

March 08 03:14 2013

Skipverjum um borð í Júlíusi brá heldur en ekki í brún einn daginn er afar sjaldgæf sjón varð á vegi þeirra sem áttu leið um matsalinn á matmálstíma. Þar blasti við þeim skipverji nokkur, Ómar Freyr sitjandi við matarborðið og borðaði það sem á borðum var!!!

Menn rak í rogastanz því það telst til tíðinda að Ómari skuli yfirhöfuð bregða fyrir á matmálstímum og leggja sér til munns það sem kokkurinn mallar hverju sinni. Höfðu menn á orði að Bounty súkkulaðið í sjoppunni hlyti að vera búið og knappt væri um aðrar birgðir…

Dagi kokkur varð afar hugsi eins og myndin sýnir og gerði hlé á tölvuleiknum sem hann var í… honum féllust hendur við þetta og mátti sig vart hræra. Hafa menn haft á orði  að kokkurinn muni gefa út afkomuviðvörun úr kæli og frystigeymslunni, eftir að Ómar tók til matar síns….

En þar sannast hið fornkveðna… Batnandi mönnum er best að lifa….