8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Óvinur Íslendinga á faraldsfæti

Skyldulesning

Dominik Szoboszlai, leikmaður Red Bull Salzburg og Ungverjalands, mun á allra næstu dögum ganga í raðir RB Leipzig í Þýskalandi.

Szoboslai hefur verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Hann er Íslendingum í fersku minni en hann skoraði sigurmark Ungverjalands í úrslitaleiknum við Ísland um laust sæti í lokakeppni EM á næsta ári.

Lið á borð við Arsenal og AC Milan hafa verið að eltast við leikmanninn en RB Leipzig hefur nú klárað samkomulag um kaupin.

Szoboszlai er með klásúlu í samningi sínum sem kveður á um að hann megi fara frá Salzburg fyrir 22,6 milljónir punda, það þykir lágt verð fyrir leikmann með hans gæði.

Við sögðum frá því um daginn að leikmaðurinn þurfi að tilkynna forráðamönnum Red Bull Salzburg það fyrir 15. desember, Szoboszlai gerði það.

Félögin eru bæði í eigu Red Bull og því verða viðskiptin ekki ýkja flókin.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir