4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu

Skyldulesning


Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir.

Gylfi Zoega, hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft áhrif á gengi hlutabréfa.

„Þær fréttir hafa ekki bein áhrif á efnahagslífið en þær gætu haft áhrif á gengi á verði hlutabréfa. Semsagt ekki á markaðinn allan heldur hvaða fyrirtæki fara upp. Síðan auðvitað ef það eru væntingar um að ferðaþjónustan fari í gang aftur þá getur það haft áhrif á krónuna. Flæði á gjaldeyrismarkaði gæti breyst,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðingur.

Markaðir um allan heim tóku kipp í byrjun nóvember eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech.

Innilokunin gæti haft afleiðingar

Mikil óvissa sé um hvað gerist þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir.

„Því við vitum ekki hvort þessi innilokun fólks hefur haft þau áhrif að útþráin hafi aukist eða hvort menn hafi einfaldlega vanist því að vera heima hjá sér. Fundið eitthvað annað að gera en að ferðast til annarra landa.“

Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Gylfa Zoega í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan.

Búist er við jákvæðum hnykk næsta sumar ef ferðamenn komi til landsins. Það sé þó óvist. Einnig sé óvíst hvort Íslendingar muni ferðast innanlands næsta sumar.

„Ef fyrstu áhrifin eru þau, segjum að Íslendingar verði bólusettir fyrr en stóru þjóðirnar og þeir einfaldlega fari. Þá höfum við hvorki erlenda ferðamenn né okkur hér sem er ekki gott fyrir atvinnulífið,“ sagði Gylfi.

Þá segir hann lága vexti hafa marga galla.

„Ókostirnir eru þeir að ef fasteignaverð hækki mjög mikið og skuldir almennings vaxi. Þap eru ókostir að það er enginn ábati af sparnaði, enginn hvati til að greiða niður lán,“ sagði Gylfi.


Tengdar fréttir


Viðbrögð hagkerfisins við tíðindum af bóluefni, nýsköpun og viðreisn efnahagslífsins, dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu og staða eldri borgara er á meðal þess sem fjallað verður um á Sprengisandi á Bylgjunni á dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir