-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Óvíst hvort Jóhann Berg verði leikfær um helgina

Skyldulesning

Sean Dyche stjóri Burnley segir óvíst hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað um helgina þegar liðið mætir Everton í hádeginu á laugardag.

Jóhann Berg var ónotaður varamaður um síðustu helgi þegar liðið tapaði gegn Manchester City á útivelli.

Kantmaðurinn er að ná sér eftir smávægileg meiðsli í kálfa en það ætti að koma í ljós eftir æfingu á morgun.

Burnley hefur unnið einn leik á þessu tímabili en sá sigur kom í síðasta heimaleik liðsins gegn Crystal Palace.

Everton tapaði gegn Leeds í síðasta leik liðsins þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var ónotaður varamaður.

PRESS | Sean Dyche gives an injury update. 🤕

Jack Cork continues to make progress and has been on grass warming up with the lads, JBG and Phil Bardsley are touch and go for Saturday, Robbie Brady trained this week and has come through fine. 💪 pic.twitter.com/4nIgYScJNd

— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 3, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir