7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Owen segir – Manchester United getur unnið deildina ef Solskjær gerir þetta

Skyldulesning

Michael Owen fyrrum framherji Manchester United og Liverpool telur að lærisveinar Ole Gunnar Solskjær geti unnið ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.

United situr í sjötta sæti en á leik til góða, liðið getur komist tveimur stigum á eftir Liverpool með sigri í þeim leik. Liverpool situr á toppi deildarinnar.

Owen segir að leið United til að vinna deildina sé að spila Paul Pogba og Bruno Fernandes saman, þeir séu leikmennirnir sem geti komið liðinu alla leið.

„Þeir geta unnið deildina, það eru ekki mörg lið sem geta það. Leiðin til þess er að spila alltaf bestu leikmönnunum,“ sagði Owen sem varð enskur meistari með Manchester Untied á ferli sínum.

Getty Images

„Ef þú ert með Pogba og Fernandes í hópnum, þá vinnur þú ekki deildina með því að hafa þá í stúkunni. Þú ert með magnaða leikmenn sem kostuðu mikið, til að vinna deildina þá verða þeir að spila saman.“

„Ef þú tekur tvo eða þrjá leikmenn út þá er United bara ágætis liðs, Ole Gunnar Solskjær verður að finna leið til að spila Pogba, Fernandes og Rashford saman. Að þeir hafi ekki spilað meira saman er ótrúlegt.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir