6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Öxnadalsheiði lokuð

Skyldulesning

Öxnadalsheiði er lokuð og verður hún ekki opnuð aftur fyrr en veður gengur niður. Þæfingur er á Vatnsskarði, annars er hálka eða hálkublettir mjög víða á Norðurlandi, éljagangur og hvasst. Flughált er á Miðfjarðarvegi og Svínvetningabraut, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Suðvesturlandi. Krapi er á Suðurstrandavegi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum á Vesturlandi. Hvasst og skafrenningur á fjallvegum.

Víðast hvar er hálka eða snjóþekja, hvassviðri og éljagangur eða skafrenningur á Vestfjörðum. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp og þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi.

Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum og víða skafrenningur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir