8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Pacqu­iao viss um að geta barist tvisvar á næsta ári

Skyldulesning

Sport

Manny Pacquiao er klár í slaginn.
Manny Pacquiao er klár í slaginn.
Steve Marcus/Getty Images

Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao er viss um að hann sé með næga orku á tanknum. Hann segist geta barist tvisvar á næsta ári þrátt fyrir að verða 42 ára í næsta mánuði.

Pacquiao, sem er frá Filippseyjum, hefur ekki barist síðan hann barðist gegn Keith Thurman í Las Vegas í júlí á síðasta ári.

Bardagakappinn er ekki bara að berjast því hann er einnig öldungadeildarþingmaður á Filippseyjum. Hann segist verða klár frá apríl á næsta ári.

„Við munum æfa í mars og það eru engar líkur á því að ég muni berjast fyrir þann tíma. Ég held að ég geti barist tvisvar á næsta ári,“ sagði hann í samtali við Daily Tribune.

Pacquiao er enn eitt stærsta nafnið í boxheiminum og hann verður ekki í vandræðum með að finna sér mótherja en rætt hefur verið um að hann gæti mögulega barist við UFC stórstjörnuna Conor McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir