8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

„Pakkað“ í Kringlunni -„Það var eins hálft Ísland væri þarna inni“

Skyldulesning

Það hefur verið mikið um manninn í Kringlunni í dag. Þetta fullyrðir áhyggjufullur heimildarmaður DV sem var staddur í verslunarmiðstöðinni í dag.

Hann sagði að í sumum „pinkulitlum“ verslunum hefðu verið 20-30 manns í einu. Þá sagði hann fjöldann í raun vera þann sama og seinustu ár, eini munurinn væri að núna væru allir með grímur.

„Það var eins hálft Ísland væri þarna inni. Allt of margir inni í búðunum, raðir úti um allt. Eini munurinn á örtröðinni núna og í fyrra var að fólk er með grímur núna, alveg jafn margir og venjulega. Það voru 20-30 manns í pinkulitlum búðum.“

Heimildarmaður DV segist hafa verið í Kringlunni um fjögur leitið. Hann hafi átt í erfiðleikum með að finna bílastæði, en allt hafi verið „pakkað“.

Blaðamaður hafði samband við Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa hjá Lögreglunni. Hann sagði að sú hópamyndun sem þú nefndir í samtalinu ekki í anda þess sem hvorki almannavarnir sé sóttvarnalæknir hafa brýnt fyrir fólki. Einnig sagði hann að fólk bæri sjálft ábyrgð á því að stíga inn í ákveðnar aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að ef fólk smitast núna eða á næstu dögum yrði raunveruleg hætta á því að viðkomandi þyrfti að vera í einangrun eða sóttkví yfir jólahátíðina.

„Ég held að það sé staða sem enginn vill vera í. Þess vegna brýnum við fyrir fólki að fara varlega og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir