Það hefur verið mikið um manninn í Kringlunni í dag. Þetta fullyrðir áhyggjufullur heimildarmaður DV sem var staddur í verslunarmiðstöðinni í dag.
Hann sagði að í sumum „pinkulitlum“ verslunum hefðu verið 20-30 manns í einu. Þá sagði hann fjöldann í raun vera þann sama og seinustu ár, eini munurinn væri að núna væru allir með grímur.
„Það var eins hálft Ísland væri þarna inni. Allt of margir inni í búðunum, raðir úti um allt. Eini munurinn á örtröðinni núna og í fyrra var að fólk er með grímur núna, alveg jafn margir og venjulega. Það voru 20-30 manns í pinkulitlum búðum.“
Heimildarmaður DV segist hafa verið í Kringlunni um fjögur leitið. Hann hafi átt í erfiðleikum með að finna bílastæði, en allt hafi verið „pakkað“.
Blaðamaður hafði samband við Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa hjá Lögreglunni. Hann sagði að sú hópamyndun sem þú nefndir í samtalinu ekki í anda þess sem hvorki almannavarnir sé sóttvarnalæknir hafa brýnt fyrir fólki. Einnig sagði hann að fólk bæri sjálft ábyrgð á því að stíga inn í ákveðnar aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að ef fólk smitast núna eða á næstu dögum yrði raunveruleg hætta á því að viðkomandi þyrfti að vera í einangrun eða sóttkví yfir jólahátíðina.
„Ég held að það sé staða sem enginn vill vera í. Þess vegna brýnum við fyrir fólki að fara varlega og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.“