2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Palace í undanúrslit eftir stórsigur á Everton

Skyldulesning

Wilfried Zaha skoraði þriðja mark Palace.

Wilfried Zaha skoraði þriðja mark Palace. AFP

Crystal Palace varð í dag annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta með 4:0-stórsigri á Everton á heimavelli.

Marc Guéhi, nýjasti landsliðsmaður Englands, skoraði fyrsta markið á 25. mínútu og Jean-Philippe Mateta bætti við öðru marki á 41. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0.

Wilfried Zaha bætti við þriðja marki Palace á 79. mínútu og varamaðurinn Will Hughes gulltryggði fjögurra marka sigur með marki þremur mínútum fyrir leikslok. 

Chelsea varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og síðustu tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram síðar í dag.

Southampton og Manchester City mætast klukkan 15 og Nottingham Forest og Liverpool klukkan 18.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir