7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Páls Péturssonar minnst á Alþingi

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, minntist Páls Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á Alþingi og sagði hann hafa látið frá upphafi að sér kveða á þinginu.

Hann sagði Pál hafa verið snjallan ræðumann, vaskan til verka og fylginn sér og fljótan að setja sig inn í ýmis mál.

Hann bætti því við að þegar Páll var félagsmálaráðherra hafi mörg stór mál komist í höfn, m.a. í húsnæðis- og vinnumarkaðsmálum og einnig lög um fæðingar- og foreldraorlof. Einnig átti hann ríkan þátt í stjórnarskrárbreytingum árið 1991.

Steingrímur sagði að Páll hafi verið „glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur en skapmikill þegar sló í brýnu“. Hann hafi verið litríkur persónuleiki sem hafi orðað hlutina umbúðalaust.

„Hann aflaði sér vina þvert á hinar pólitísku línur og naut mikils trausts þegar lenda þurfti erfiðum deilumálum á milli manna og flokka,“ sagði Steingrímur, bað viðstadda um að rísa úr sætum og frestaði svo þingfundi um hátt í 20 mínútur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir