7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Paolo Rossi kvaddi okkur í gær

Skyldulesning

Árið 2020 heldur áfram að taka. Ítalska knattspyrnugoðsögnin Paolo Rossi lést í gær 64 ára að aldri.

Paolo Rossi er önnur stjarna heimsmeistarakeppni í knattspyrnu sem yfirgefur okkur á stuttum tíma því Diego Maradona lést í lok nóvember.

Paolo Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn.

Ítalska sjónvarpsstöðin RAI Sport tilkynnti um fráfall Rossi en hann var knattspyrnusérfræðingur hjá stöðinni.

Rossi skoraði sex mörk á HM á Spáni en öll mörkin komu í þremur síðustu leikjum ítalska liðsins, þrenna í mikilvægum sigri á Brasilíu, tvö mörk í undanúrslitum á móti Póllandi og loks fyrsta markið í sigri á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum.

Cappelletti Federica, eiginkona Rossi, staðfesti fréttirnar með því að birta minningarorð um eiginmann sinn á Instagram en hvergi hefur komið fram úr hverju Paolo Rossi lést.

Paolo Rossi lék með Juventus á hápunkti ferils síns og varð tvisvar ítalskur meistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu.

Rossi er aðeins einn þriggja leikmanna sem hefur unnið öll verðlaun í boði á einni heimsmeistarakeppni, það er Gullskóinn sem markahæsti leikmaður, Gullhnöttinn sem besti leikmaður og svo gullverðlaun sem heimsmeistari.

Hann afrekaði þetta eins og áður sagði með Ítalíu 1982 en hinir eru Garrincha með Brasilíu árið 1962 og Mario Kempes með Argentínu árið 1978.

Rossi skoraði alls níu mörk fyrir Ítalíu á heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður þjóðarinnar ásamt þeim Roberto Baggio og Christian Vieri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir