7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Papa Bouba Diop látinn – Hetja á HM 2002

Skyldulesning

Papa Bouba Diop, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Portsmouth, Fulham og West Ham United, er látin, 42 ára að aldri eftir langvinn veikindi.

Diop á að baki 129 leiki í ensku úrvalsdeildinni, hann skoraði 8 mörk í þeim leikjum og gaf 5 stoðsendingar.

Diop var einna þekktastur fyrir sigurmarkið sem hann skoraði fyrir landslið Senegal í opnunarleik Heimsmeistaramótsins 2002. Þar vann Senegal óvæntan sigur á ríkjandi heimsmeisturum Frakka. Þetta var fyrsti leikur Senegal á Heimsmeistaramóti og fyrsta mark þeirra á slíku móti.

Senegal komst í 8-liða úrslit mótsins eftir að hafa unnið Frakkland og gert jafntefli við Danmörk og Úrúgvæ. Í 16-liða úrslitum vann liðið Svíþjóð í framlengingu og spilaði við Tyrkland í 8-liða úrslitum þar sem þeir töpuðu í framlengdum leik.

Alls lék Diop 63 landsleiki fyrir Senegal og skoraði í þeim 11 mörk.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir