1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Pascal Gross bjargaði stigi fyrir Brighton á síðustu stundu

Skyldulesning

Einum leik er lokið í ensku deildinni í dag. Brighton tók á móti Liverpool.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir dramatík í lokin. Heimamenn í Brighton fengu gullið tækifæri til að ná forystu á 20. mínútu. Williams braut á sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Neal Maupay fór á punktin og skaut framhjá. Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Á 60. mínútu kom Diogo Jota Liverpool yfir. Allt stefndi í að Liverpool myndi komast á topp deildarinnar þar til í uppbótartíma. Boltinn barst inn í teig Liverpool þar sem Robertson mætir til að hreinsa en sparkar í leiðinni í Welbeck, leikmann Brighton. Dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR og út frá því dæmdi hann vítaspyrnu.

Pascal Gross fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þar með tryggði hann Brighton eitt stig.

Eftir leikinn situr Liverpool í efsta sæti með 21 stig og Brighton í 16. sæti með 10 stig.

Þrír leikir til vibótar fara fram í ensku deildinni í dag. Klukkan 15:00 mætast Manchester City og Burnley. Everton tekur á móti Leeds klukkan 17:30 og lokaleikur dagsins er viðureign West Brom og Sheffield sem hefst klukkan 20:00

Brighton 1 – 1 Liverpool


0-0 Neal Maupay (20′)(Misheppnað víti)


0-1 Diogo Jota (60′)


1-1 Pascal Gross (90+2′)(Víti)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir