4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Patrik hélt hreinu í sigri hjá taplausu liði Viborg

Skyldulesning

Patrik Gunnarsson, stóð vaktina í marki Viborg og átti stórleik í 1-0 sigri liðsins gegn Silkeborg í toppslag dönsku 1.deildarinnar í kvöld. Patrik er á lánssamningi hjá liðinu frá enska 1. deildar liðinu Brentford.

„Markvörður Viborg var hetjan í toppslagnum,“ var fyrirsögnin á vefsíðunni bold.dk

Það var Jakob Bonde sem skoraði eina mark leiksins á 9.mínútu og tryggði Viborg 1-0 sigur.

Viborg er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 13 leiki og á enn eftir að tapa leik.

Auk þess að verja mark Viborg þá hefur Patrik staðið vaktina í u-21 árs landsliði Íslands sem komst um daginn á lokamót EM hjá u-21 árs landsliðum sem fram fer á næsta ári.

Innlendar Fréttir