1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Patrik og félagar styrktu stöðuna á toppnum

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Patrik Gunnarsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Patrik Gunnarsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
VÍSIR/DANÍEL

Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viborg í dönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk Hobro í heimsókn.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 70.mínútu þegar Tobias Bech kom Viborg í forystu. Forystan entist stutt því gestirnir jöfnuðu á 80.mínútu.

Bech var ekki hættur og tryggði Viborg sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1.

Patrik og félagar tróna á toppi deildarinnar þar sem þeir hafa sex stiga forystu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir