7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Patrik varði mark Viborgar í jafntefli

Skyldulesning

Patrik Gunnarsson, markvörður danska 1. deildar liðsins Viborg, stóð vaktina í 1-1 jafntefli liðsins gegn HB Köge í kvöld.

Það var Marius Elvius sem kom HB Köge yfir í leiknum með marki á 61. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 88. mínútu þegar Christian Sörensen, jafnaði leikinn fyrir Viborg.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Patrik og félagar eru í 1. sæti deildarinnar þegar 15 leikjum er lokið, liðið er með 35 stig og þriggja stiga forskot á lærisveina Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg sem eiga leik til góða á Viborg.

Patrik er á láni hjá Viborg frá enska B-deildar liðinu Brentford. Hann er einnig einn af markvörðum íslenska u-21 árs landsliðsins sem komst á dögunum í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á næsta ári.

Viborg 1 – 1 HB Köge 


0-1 Marius Elvius (’61)


1-1 Christian Sörensen (’88)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir