1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Pavel ekki í hungurverkfalli

Skyldulesning

Pavel Ermolinskij grínaðist með að vera í hungurverkfalli á twitter …

Pavel Ermolinskij grínaðist með að vera í hungurverkfalli á twitter í kvöld. Hið rétta er að Pavel er að taka fimm daga föstu.

mbl.is/Árni Sæberg

Pavel Ermol­inskij landsliðsmaður og körfuknatt­leiksmaður í Val  er ekki í hungurverkfalli eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag.

Pavel tísti um að vera í hungurverkfalli í mótmælaskyni við að fá ekki að æfa körfubola. Í samtali við mbl.is segir hann tístið hafa verið létt grín en hann sé vissulega að fasta í fimm daga. 

„Ég elska að spila körfubolta en ekki svo mikið að ég fari í hungurverkfall. Ég er alls ekki að fara að skipta mér af aðgerðum sóttvarnaryfirvalda,“ sagði Pavel í samtali við mbl.is

Í ljósi nýjustu fregna hef ég hafið hungursverkfall. Virkar bæði sem mótmæli og aðhald í æfingalausu umhverfi. Verkfall hefst kl 22 í kvöld og varir þangað til ég fæ að æfa aftur eða ég dey.

— Pavel Ermolinski (@pavelino15) December 1, 2020

Liðinn Tími: 20 klst. Er með hausverk. Leyfi mér bláan Kristal (spons?) og te.

— Pavel Ermolinski (@pavelino15) December 2, 2020

Getum við haft smá gaman? Ég stefndi á að fasta í 5 daga og búa til gott twitter content. Það byrjaði ekki vel. Þetta er ekki verkfall, þetta eru engin skilaboð. Ég vona að þessir helstu alvöru miðlar sleppi einhverjum greinum. Að lokum, hafi ég brugðist einhverjum…

— Pavel Ermolinski (@pavelino15) December 2, 2020

Innlendar Fréttir