4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Pep: „Fólk heldur að það sé auðvelt að komast í úrslitaleikinn“

Skyldulesning

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur gegn PSG. Samanlagt sigraði City einvígið 4-1. Pep var að vonum virkilega glaður með sigur sinna manna:

„Þetta er fyrir okkur öll og klúbbinn.“ Ég er svo stoltur en ég hugsa strax til þeirra leikmanna sem fengu ekki að spila í dag, þeir áttu allir skilið að spila, allir hafa skilað sínu hlutverk og nú má njóta þess,“ sagði Pep Guardiola við BT sport eftir leik

„Við verðum að vinna deildina og höfum 2-3 vikur til að undirbúa okkur fyrir úrslitaleikinn.“

„Þeir voru með marga leikmenn á miðjunni og við áttum í vandræðum með hápressuna í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins upplegginu í seinni og spiluðum betur. Við unnum 4-1 samanlagt gegn liði sem vann Barcelona og Bayern Munchen sem er stórt fyrir okkur.“

„Þeir vinna deildina á hverju ári og þekkja það að vinna og börðust allan leikinn. Þeir eru með frábært lið en við vorum vel stilltir. Við börðumst saman og það er frábært að geta sagt að við séum komnir í úrslitaleikinn.“

„Þetta sýnir okkur hvað við höfum gert síðustu 4-5 ár. Strákarnir hafa sýnt stöðugleika, þetta er yndisleg tilfinning.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir