9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Pep Guardiola nefnir þann leikmann í Manchester City sem fer líklegast í þjálfun eftir ferilinn

Skyldulesning

Pep Guardiola var spurður að því á dögunum af blaðamanni Sky Sports hvaða leikmaður Manchester City væri líklegastur til þess að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur.

„Það verður einhver miðjumaður. Ég held að Gundogan væri líklegastur. Það eru margir leikmenn sem hafa ekkert að gera og leiðist eftir að ferlinum lýkur og hafa heldur ekki gaman að því að þjálfa“

„En miðjumenn eru líklegastir til að fara út í þjálfun að mínu mati, þeir eru ekki bara að hugsa um sjálfa sig, þeir skilja leikinn best og hafa bestu kostina fyrir þjálfarastarfið.“

Gundogan var fyrsti leikmaðurinn sem Guardiola fékk til félagsins en hann var keyptur fyrir 20 milljónir punda frá Borussia Dortmund.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir