8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Perlan Restaurant gjaldþrota

Skyldulesning

Fyrirtækið Perlan Restraurant, sem rak veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni í Öskjuhlíð, var úrskurðað gjaldþrota þann 26. nóvember síðastliðinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 en skipti um nafn rétt fyrir gjaldþrot og heitir PR1234 ehf. Árið 2018 og 2019 var ársreikningum skilað fyrir þessa kennitölu á nafninu „Út í bláinn“.

Skiptastjóri er Guðmundur Skúli Hartvigsson. Hann segir í samtali við DV að málið sé svo nýtilkomið að hann hafi litlar upplýsingar um ástand búsins, hvorki um kröfur né eignir.

Skiptafundur hefur verið boðaður 4. febrúar 2021.

Fjallað var um veitingastaðinn á vefnum Vinotek árið 2017. Hafði þá staðnum verið nýlega breytt. Í greininni segir meðal annars:

„Það er létt og nútímalegt yfirbragð yfir Út í bláinn, svartar flísar hafa tekið við af hinu dökka parketti og húsgögn og borðbúnaður eru meira í takt við það sem gengur á gerist á nútímalegum kaffishúsum en eldri og virðulegum veitingastöðum. Litapalettan mild með gráum og grárauðum tónum áberandi, stærri borð með marmaraplötum.

Eldhúsið er opið og fyrir miðju staðarins og þar ræður Atli Þór Erlendsson ríkjum, sem m.a. hefur verið yfirmatreiðslumaður á Grillinu, landsliðsmaður í kokkalandsliðinu og matreiðslumaður ársins.

Matargerðin er létt og nútímaleg, daðrar örlítið við hið nýnorræna á köflum. Einfaldleiki og hreinleiki í brögðum þar sem hráefni fær að njóta sín. Seðillinn er stuttur og bistrólegur, réttirnir eru ekki margir en hægt að velja úr kjöti, fisk og grænmettisréttum í jafnt forrétt sem efttirrétt. Brauð er selt sér, sem er ekki algengt að sjá, en var hið ágætasta súrdeigsbaguette með þeyttu smjöri og heimagerðu hummus.“

Samkvæmt heimildum DV er veitingastaðurinn kominn undir nýja kennitölu undir heitinu Perlan Veitingahús. Miðað við það er líklegt að hann verði opinn áfram. Sú kennitala er frá árinu 2019. Stærsti eigandi er Gunnar Gunnarsson með 34% hlut. Ekki náðist í Gunnar við vinnslu fréttarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir