Pete Davidson ljóstrar upp typpastærðinni eftir allt talið um „typpaorkuna“ – DV

0
89

Grínistinn Pete Davidson hefur heldur betur verið á milli tannana á fólki undanfarin misseri. Sérstaklega eftir að hann átti í nokkra mánaða sambandi við ofurskutluna sjálfa, Kim Kardashian. Kim hafði greint frá því í viðtali að það sem hafi heillað hana við Pete hafi verið „typpaorkan“ hans eða BDE (e. big dick energy).

Hafa netverjar eins verið duglegir að tengja Pete við þetta hugtak og BDE og Pete varla nefnt nema í sömu setningu.

Það er því ekki að undra að raunverulega typpastærð hans sé eitthvað sem fólki leikur forvitni á að fá að vita meira um.

Peta mæti í spjallþáttinn The Breakfast Club á fimmtudaginn og ræddi þar um nýju þættina sem hann er að gera – Bupkis – sem byggja á ýktri útgáfu af honum sjálfum. Spurði þá þáttastjórnandi hvort að í þáttunum verði að finna vísun til getnaðarlims hans. Þá svaraði Pete.

„Ég skil þetta ekki. Hann er ekkert það sérstakur. Þetta er bara mjög venjulegur getnaðarlimur. Hann er ekki of stór eða of lítill,“ sagði Pete sem sagði typpið sitt hreinlega vera mátulegt. Líklega svona eins og í sögunni um Gullbrá og birnina þrjá, þó að höfundur þeirrar sögu hafi líklega ekki einu sinni vitað hvað BDE er.

„Hann er nógu stór til að njóta og ekki nógu stór til að meiða, eða svo er mér sagt,“ sagði Peta að lokum um þetta umræðuefni.

Önnur fyrrverandi kærasta Pete, söngkonan Ariana Grande, hafði líka sagt sögur af lim hans, en hún lýsti honum sem mjög stórum. Pete vakti athygli á þeim ummælum í uppistandi sínu og sagði að hún hefði gert honum lífið erfitt.

„Hvers vegna myndi hún segja öllum að ég sé með risa göndul? Svo að allar konur sem sjá typpið mitt, svo lengi sem ég lifi, eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum.“