7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Pétur Markan biskupsritari

Skyldulesning

Pétur Georg Markan.

Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ráðið nýjan biskupsritara, Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu. Mun hann taka við starfinu 1. október nk. Hann mun sinna báðum hlutverkum, a.m.k. fyrst um sinn.

Pétur tekur við af séra Þorvaldi Víðissyni sem gegnt hefur starfi biskupsritara frá 2012. Séra Þorvaldur var ráðinn prestur í Fossvogsprestakalli fyrir skemmstu.

Í starfslýsingu segir að biskupsritari sé persónulegur aðstoðarmaður biskups Íslands, trúnaðarmaður, ráðgjafi og talsmaður. Árið 2012 var starf biskupsritara auglýst og var séra Þorvaldur þá ráðinn úr hópi 30 umsækjenda.

Pétur Georg fæddist 16. febrúar 1981 og lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann hefur starfað sem samskiptastjóri Biskupsstofu frá því í ágústmánuði 2019.

Var hann ráðinn úr hópi 26 umsækjenda. Áður en Pétur kom til þeirra starfa var hann sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.

Pétur starfaði einnig sem verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Auk þess var hann framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga. Pétur lék um árabil með knattspyrnuliðum hér innanlands, m.a. Fjölni, Val og Víkingi í úrvalsdeild. Hann lék alls 208 leiki í meistaraflokki og skoraði í þeim 80 mörk. Kona Péturs er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir