10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Pfizer: Engin seinkun á sendingum bólu­efna

Skyldulesning

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað.

Í tilkynningunni segir að öllum þeim 2,9 milljónum skammta, sem bandarísk yfirvöld hafi nú þegar beðið Pfizer um að dreifa, hafi verið komið á áfangastað. „Við erum með enn milljónir skammta í lagerhúsnæðum okkar, en sem stendur, höfum við ekki fengið neinar leiðbeiningar um frekari dreifingu.“

Ekki er minnst sérstaklega á dreifingu í Evrópu eða aðra heimshluta í umræddri tilkynningu, en þó er tekið fram að félagið sé sannfært um getu þess til að dreifa 50 milljónir skammta „á heimsvísu“ fyrir lok þessa árs og allt að 1,3 milljarða skammta fyrir árslok 2021.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi í gær að koma bóluefnis til landsins muni seinkast og sömuleiðis mun minna magn berast til landsins til áætlað var í fyrstu. Því hafi þurft að endurskoða forgangsröðunina fyrir bólusetningu. Þórólfur kvaðst ekki búast við öðrum bóluefnum en frá Pfizer fyrr en um mitt næsta ár og því næðist gott hjarðónæmi ekki fyrr en seint á næsta ári.

Eins og staðan er nú mun bóluefni fyrir fimm þúsund manns koma til landsins um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns.


Tengdar fréttir


Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns.


Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir