7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Pfizer segist ekki eiga í framleiðsluerfiðleikum – Björn er hissa á því: „Þetta er allt frekar skrítið“

Skyldulesning

Lyfjaframleiðandinn Pfizer fullyrti í yfirlýsingu í dag að fyrirtækið væri ekki í neinum vandræðum með að framleiða bólefni við COVID-19. Þar sagði að gríðarlegur fjöldi skammta biði hreinlega eftir leiðbeiningum um sendingar og áfangastaði. Bandarískir miðlar hafa fjallað um þessa yfirlýsingu, þar á meðal The Hill.

Yfirlýsingin beindist að Bandaríkjunum, en Donald Trump, bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að framleiðsluvandamál hafi gert vart við sig hjá lyfjafyrirtækinu sem hafi oriðið til frestunnar á sendingum með bóluefninu. Á sumum stöðum Bandaríkjanna hafa talsvert færri skammtar af bóluefninu komið en búist var við.

Í yfirlýsingunni segir að hvorki sé um fluttninga- eða framleiðsluvandamál að ræða, heldur sé einungis verið að bíða eftir frekari upplýsingum um sendingarstaði.

„Við höfum sent 2.9 milljón skammta til Bandaríkjanna, líkt og beðið var um af bandarískum stjórnvöldum, þessar sendingar fóru á staðina sem óskað var eftir.“

„Við erum með milljónir af frekari skömmtum sem bíða í vöruhúsunum okkar, þar sem að við höfum ekki fengið frekari upplýsingar um fleiri sendingarstaði fyrir frekari skammta.“

Spyr hvort að það sama sé uppi á teningnum á Íslandi

Líkt og áður segir var þessari yfirlýsingu beint að Bandaríkjunum. Þó spyrja sig sumir út í hvort hún eigi við á Íslandi, þar sem að bóluefninu hefur seinkað hér líka, og þar hafa framleiðsluörðugleikar verið nefndir sem ástæða. Einn þeirra sem hefur bent á þetta er Björn Ingi Hrafnsson, ritsjóri Viljans, en hann sagði á Facebook að málið væri skrýtið.

„Lyfjafyrirtækið Pfizer segir í yfirlýsingu að það sé af og frá að einhver vandkvæði séu í framleiðslu bóluefnis. Milljónir skammta séu til reiðu og þegar hafi 2,9 milljonir skammta verið afhentir bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í dag var tilkynnt hér á landi að við fáum aðeins lítið brot af umsömdum skömmtum frá fyrirtækinu strax vegna vandræða í framleiðslu og skorts á hráefnum. Þetta er allt frekar skrítið.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir