4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Pfizer veitt íslenskt markaðsleyfi

Skyldulesning

Bóluefninu Comirnaty frá BioNTech og Pfizer hefur verið veitt skilyrt íslenskt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. Leyfið er forsenda þess að bólusetning geti hafist hér á landi.

Bóluefnið ver einstaklinga gegn Covid-19 og er ætlað til notkunar hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Byggir markaðsleyfið á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en leyfisveiting hennar byggir á meðmælum Lyfjastofnunar Evrópu. Bæði meðmælin og markaðsleyfi framkvæmdastjórnarinnar birtust fyrr í dag.

Hér er um stóran áfanga að ræða, þar sem nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með umræddu bóluefni um leið og það verður tiltækt, eftir því er segir í tilkynningu Lyfjastofnunar.

Yfirlestur á íslenskum þýðingum fylgiseðils og samantektar á eiginleikum lyfs stendur yfir hjá Lyfjastofnun og verða þær birtar um leið og þær eru endanlegar. Ráðgert er að það verði á morgun, þriðjudaginn 22. desember.

Innlendar Fréttir