Piers Morgan baunar á stjörnurnar sem nú fá á baukinn fyrir myndband sem er í dreifingu – „Eigingjarnir og hrokafullir hálfvitar“ – DV

0
86

Það gengur hvorki né rekur hjá Leeds United innan vallar þessa dagana. Nú fá leikmenn liðsins líka á baukinn utan hans.

Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar fjórar umferðir eru eftir.

Í gær tapaði liðið 4-1 gegn Bournemouth. Úrslitin vöktu athygli en einnig myndband sem virtist utan vallar. Þá gengu leikmenn af hótelinu sínu og stuðningsmenn biðu eftir þeim, eflaust að bíða eftir að fá að tala við hetjurnar sínar eða fá myndir af sér með þeim.

Leikmennirnir létu hins vegar sem þeir sæju ekki stuðningsmennina.

Hefur þetta vakið hörð viðbrögð og var umdeildi fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan einn af þeim sem gaf þeim á baukinn.

„Eigingjarnir og hrokafullir hálfvitar,“ skrifaði hann einfaldlega um málið.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Leeds United’s players ignoring their fans as they left the hotel this morning.

A club that’s troubled on and off the pitch.

pic.twitter.com/ExAqo3Je9B

— SPORTbible (@sportbible) April 30, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði