3 C
Grindavik
14. maí, 2021

Piers Morgan kemur úr felum og lætur í sér heyra – „Óvirðing“

Skyldulesning

Piers Morgan og hans mál hafa varla farið fram hjá neinum seinustu daga. Hann hætti sem stjórnandi þáttarins Good Morning Britain á sjónvarpsstöðinni ITV eftir ummæli sem hann lét falla í garð Meghan Markle í kjölfar viðtalsins sem hún fór í hjá Oprah Winfrey. Það hefur farið lítið fyrir honum seinustu daga á meðan sjónvarpsstöðvar í Bretlandi eru í keppni við að ná honum á sitt band enda á hann feikistóran aðdáendahóp.

Piers er mikill aðdáandi Arsenal og er með miklar skoðanir á því sem gerist á bakvið tjöldin á Emirates-vellinum. Á dögunum var fyrirliði liðsins, Pierre-Emerick Aubameyang, settur á bekkinn fyrir leik liðsins gegn Tottenham vegna agavandamáls. Piers var alls ekki sáttur með þessa ákvörðun Mikel Arteta, stjóra Arsenal og lét hann óánægju sína í ljós á Twitter-síðu sinni.

The more I think about the Aubameyang/Arteta thing, the less I like it. Turning up a bit late shouldn’t warrant being dropped for a NLD, and for our manager to publicly shame our captain & best player in the way he did was wrong & disrespectful. I stand with ⁦@Auba⁩. #afc pic.twitter.com/noCtpSvyE9

— Piers Morgan (@piersmorgan) March 16, 2021

Hann segir þetta hafa verið hræðileg ákvörðun og að það sé skömm að gera þetta fyrir Norður-Lundúnaslaginn. Arsenal vann leikinn 2-1 en mörkin skoruðu Alexandre Lacazette og Martin Ødegaard.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir