3 C
Grindavik
1. desember, 2020

Piers Morgan lýsir vandræðalegu augnabliki – Nakinn á hóteli

Skyldulesning

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan lýsti á dögunum mjög vandræðalegu augnabliki í þættinum Good Morning Britain.

Þetta byrjaði allt á því að Nick Dixon, fréttamaður Good Morning Britain, festi skyrtuermi sína í hótelhurð þann morguninn. Það minnti Piers, 55 ára, á eigin vandræðagang á hóteli fyrir nokkrum árum. Hann deildi sögunni með áhorfendum og fékk Susanna Reid, meðstjórnandi Piers, vægt áfall.

„Fyrir mörgum árum hélt ég að herbergisþjónustan væri að koma til mín, ég opnaði dyrnar og kíkti út á ganginn, sá ekki neitt og hélt að þjónustufólkið hafði skilið eftir eitthvað fyrir utan dyrnar fyrir mig. Ég fór út um dyrnar og þær lokuðust, það hefði ekki skipt neinu máli ef ég hefði ekki verið kviknakinn, og ég þurfti síðan að ganga um nakinn í leit að einhverjum til að hjálpa mér. Þetta var mjög vandræðalegt,“ segir Piers.

„Ég vildi auðvitað ekki rekast á neinn, mig langaði bara að finna síma til að hringja í afgreiðsluna, og það var meira að segja vandræðalegt. Þetta var mjög vandræðalegt.“

Susanna Reid var heldur betur hissa yfir sögunni og hló. „Þetta er eitthvað sem hótelgestirnir eiga aldrei eftir að gleyma,“ segir hún.

Innlendar Fréttir