5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Píla blóðhundur væntanleg í Hafnarfjörð

Skyldulesning

Björgunarsveit. Þórir Sigurhansson þjálfari með tíkurnar Urtu og Perlu.

Björgunarsveit. Þórir Sigurhansson þjálfari með tíkurnar Urtu og Perlu.

Ljósmynd/Aðsend

„Þefvísi blóðhunda er einstök og þeir eru flestum lagnari að leita uppi það sem fyrir þá er lagt. Við bindum því miklar vonir við Pílu,“ segir Þórir Sigurhansson, hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Þann 10. janúar fær sveitin frá Alicante á Spáni nýjan leitarhund af tegundinni Blood-hound. Upp á íslensku heita þeir blóðhundar en fyrir er sveitin með tvær tíkur af þeim stofni.

Tíkurnar Urta og Perla hafa reynst vel í starfi björgunarsveitarinnar, sem taldi nauðsynlegt að fá nýjan hund í stað Perlu sem farin er að eldast og því ekki jafn spræk og hún var á yngri árum. Boð voru látin út ganga á samfélagsmiðlum og víðar og þannig leitað að farþega á heimleið með flugi Icelendair frá Alicante umræddan dag í janúar. Fleiri en einn gáfu sig fram. Verður hundurinn í fylgd með viðkomandi, en þannig sparast björgunarsveitinni talsvert fé því ella hefði þurft að senda mann út til að nálgast dýrið og fylgja því heim.

„Nýr hundur kostar okkar 1,2-1,4 milljónir króna og fyrst eftir heimkomuna er hann í tveggja vikna sóttkví. Svo tekur við þjálfun í að minnsta kosti eitt og hálft ár og fyrst að því loknu kemst Píla í útkallsliðið okkar,“ segir Þórir Sigurhansson. sbs@mbl.is

Innlendar Fréttir