5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Pink Floyd. Föðurmissir Bleiks

Skyldulesning

Það er mikið vatn runnið til sjávar, síðan ég, ungur háskólanemi, hlýddi á ”Vegginn” (The Wall), plötu Pink Floyd, árið 1979. Tónlist þeirra hafði djúpstæð áhrif á mig, mér rann hvað eftir annað kalt vatn milli skinns og hörunds, svo ógnarleg voru umbrotin. Þegar tónlistinni lauk sat ég sem lamaður, stjarfur.

Þessi fyrstu kynni af Veggnum rifjuðust upp fyrir mér um daginn, þegar ég hlustaði á spjall þeirra Janice Fiamengo, Tom Golden og Paul Elan. (Krækja neðanmáls.) Þá varð mér ljóst, að hér er að miklu leyti lýst sálarumbrotum í lífi Roger Waters (f. 1943), sem var meðal stofanda sveitarinnar. Hún var stofnuð í Lundúnum 1965. Roger yfirgaf sveitina árið 1985.

Roger fæddist foreldrum sínum, kennurum að mennt, í Surrey á Englandi. Stóri bróðir var þá barnungur. Faðir Roger skráði sig í herinn, enda þótt friðarsinni væri. Hann féll við Anzio á Ítalíu, þegar Roger var aðeins fimm mánaða gamall. Móðir hans fluttist til Cambridge.

Tónlistin á umræddri skífu varð á árinu 1982 umgjörð kvikmyndaðs söngleiks. Alan Parker (1944-2020) leikstýrði og Robert Frederic Zenon (Bob) Geldof (f. 1951) lék aðalhlutverkið.

Í myndinni er lýst í tónum og myndum innri baráttu rokkstjörnunnar, Bleiks, sem verður brjálæði að bráð, þegar hann missir föður sinn. Í áhrifamiklu upphafsatriði myndarinnar situr drengurinn hrjáður af sorg vegna dauða föðurins og í hugskotinu leiftra myndir af orrustunni við Anzio.

Í öðru eftirtektarverðu atriði er því lýst, þegar Bleikur er niðurlægður af óhamingjusamri kennslukonu fyrir kveðskap sinn. Skólanum er lýst sem kjötkvörn. Í hugarórum söguhetjunnar gera börnin uppreisn og kveikja í skólanum. (Á Íslandi eru dæmi um slíkt, bæði leik- og barnaskóla.)

Á fullorðinsaldri minnist Bleikur ofverndunar af hálfu móður sinnar. Ofverndunarmæður gefa börnum sínum hvorki lausan taum, né skapa þeim skilyrði til andlegs sjálfstæðis. Næsta „móðir“ í lífi hans er eiginkonan, sem svíkur hann í tryggðum.

Þegar Bleikur hverfur á vit herbergis síns í gistihúsi býður hans kvenaðdáandi, iðandi í skinninu. En Bleikur bregst hinn versti við, brýtur allt og bramlar í ofstopakasti. Myrkur þunglyndis hellist yfir hann. Veggurinn eða múrinn einangrar listamanninn frá umheiminum. Heltekinn angist verður Bleikur fangi hugaróra um stríð og ofbeldi, ánetjast fíkniefnum.

Undir lokin sameinast konurnar í líf hans og leita fulltingis hjá réttarkerfinu. Hann er ásakaður fyrir að sýna tilfinningar, sem gætu hér um bil verið mannlegar. Roger eru engin grið gefin. Dómarinn krefst þess, að veggurinn sé rifinn (eins og Berlínarmúrinn nokkrum árum síðar) og móðir hans reynir að særa hann „heim.“ (Að töluverðu leyti byggt á grein í Wikipedia.)

Föðurleysið hefur í áratugi verið mér umhugsunarefni. (Bendi áhugasömum á viðeigandi greinar á: arnarsverrisson.is.) Í viðurstyggð seinni heimsstyrjaldarinnar ber hátt milljónir föðurlausra (og munaðarlausa) barna. Hvaða áhrif hafði hildarleikurinn á þau?

Það liggur beint við að álykta, að þau hafi fæst notið föðurhandleiðslu eða föðurígildishandleiðslu – og fullnægjandi örvunar. Mörg þeirra hafa ratað inn á opinberar uppeldisstofnanir. Gæti verið, að raunveruleg og ímynduð vonbrigði í garð feðra, karla, skýri þá ógnarlegu föðurfjandsemi eða múgsefjun gegn körlum, sem fékk byr undir báða vængi með fyrstu kynslóðum eftir stríð?

Fjandskapur gegn feðrum og körlum vindur upp á sig. Stöðugt ný og endurnýjuð vonbrigði skapa meiri úlfúð. Um þriðjungar barna er nú meira eða minna föður- og karlmannslaus. Hvað ætli þessi börn hugsi um eigin feður og feður almennt?

Það er ófáar sorgar- og haturssögur ungra kvenna um feður sína á allra vörum. Karlar óttast að líta stúlkubarn augum (og börn yfirleitt) af hræðslu við ásakanir um óþverrahátt. Einn þeirra sá litla stúlku ráfa niður að þorpstjörninni. Hann varð skelfingu lostinn eins og allir feður verða við slíkar aðstæður. En óttinn bar dómgreind og föðureðli ofurliði. Stúlkubarnið drukknaði.

Í vitund fólks – meira að segja glöggra kvenna – vofir „vondi karlinn“ sífellt yfir. Vansælar konur, samkynhneigðar konur og kynlausar, eru áberandi meðal hatursfullra fræðimanna kvenfrelsaranna og þeirra, sem boða kvenfrelsunarsamfélagið, hið nýja gyðjuveldi. Þarna gætu verið skilningssamhengi.

https://www.youtube.com/watch?v=17e_KuKRbrM


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir