5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Pirraður Carragher: Þeir eru sér til skammar – „Pogba er ofmetnasti leikmaður sem ég hef séð“

Skyldulesning

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports hefur sagt Manchester United að losa sig við Paul Pogba í hvelli. Miðjumaðurinn vill burt frá félaginu.

Mino Raiola umboðsmaður Pogba fór í stórt viðtal í gær þar sem hann sagði að Pogba vildi komast burt frá United. „Paul er ósáttur hjá Manchester United, hann getur ekki lengur notið sín eins og hann vill og kröfur eru gerðar til hans,“ sagði Raiola.

Carragher hefur lengi haldið því fram að Pogba sé ekkert sérstakur leikmaður og segir United að henda honum burt. „Losið ykkur við hann, ég hef sagt þetta í heilt ár. Hann er ofmetnasti leikmaður sem ég hef séð á lífsleiðinni,“ sagði Carragher.

🗣“Get rid, I have been saying this for 12 months, he is the most overrated player I have ever seen in my life“

Jamie Carragher on Paul Pogba’s agent saying he wants to leave Manchester United@Carra23 pic.twitter.com/mOOtJC1TVL

— Football Daily (@footballdaily) December 7, 2020

„Þessir tveir eru sér til skammar, við munum kenna umboðsmanninum um og fólk talar um að það eigi að ræða við Pogba. Umboðsmenn í dag eru ekki bara umboðsmenn, þeir eru foreldrar, þeir eru bestu vinir, þeir sjá um fjármálin og bóka sumarfrí, þeir fara saman í frí.“

„Raiola er besti vinur Pogba, Pogba veit vel hvaða ummæli hann var að fara að fara láta frá sér. Ef ekki, þá á Pogba að reka Raiola úr starfi. Það er einfalt, það þarf að gerast.“

„Ég veit ekki hvaða lið hefur áhuga á Pogba.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir