1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Plús og mínus: Íslendingar náðu ekki í stig gegn Dönum

Skyldulesning

Ísland tapaði 1-2 fyrir Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands á 85. mínútu. Bæði mörk Dana komu úr vítaspyrnum. Fyrra markið á 12. mínútu og það síðara í uppbótartíma. Christian Eriksen skoraði örugglega úr báðum spyrnunum.

Mikill munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim síðari. Í fyrrihálfleik var liðið aftarlega á vellinum. Það breyttist í síðari hálfleik sem gerði þeim auðveldara fyrir að pressa hátt á vellinum sem og að halda boltanum á vallarhelmingi Dana.

Plúsar

Þéttur varnarpakki sem Danirnir áttu oft á tíðum erfitt með að finna leið framhjá.

Íslenska liðið hélt boltanum vel á eigin vallarhelming.

Rúnar Alex, Arnór og Albert komu vel inn í byrjunarliðið. Þeir munu koma til með að spila stærra hlutverk fyrir liðið með hverjum leiknum sem liðið spilar.

Varamannabekkur Íslands var reynslumikill. Með skiptingunum kom meiri kraftur í íslenska liðið. Einnig kom meiri ró á spilamennskuna.

Mínusar

Íslenska liðið var aftarlega á vellinum í fyrri hálfleik. Það gerði þeim erfitt fyrir þegar þeir unnu boltann. Lítið var um möguleika fram á við. Þegar íslenska liðið komst á vallarhelming Dana misstu þeir boltann iðulega fljótt.

Langar sendingar fram á við gerðu lítið fyrir íslenska liðið. Danir unnu flesta langa bolta.

Innlendar Fréttir