2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Plús og mínus – Tap í síðasta leiknum undir stjórn Erik Hamrén

Skyldulesning

Íslenska landsliðið átti engin svör við spilamennsku Englendinga í 4-0 tapi á Wembley í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðsins undir stjórn Erik Hamrén. Hér verður farið yfir það góða og slæma við leikinn í kvöld.

Plús:

Ögmundur Kristinsson spilaði fyrri hálfleikinn í marki Íslands og átti fínan leik og góðar markvörslur.

Þátttöku íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni er lokið þetta árið. Nú er hægt að horfa fram á við til næstu keppni eftir erfiða landsleikjatörn. 

Albert Guðmundsson kom með mikinn dugnað í Íslenska liðið og hefur heilt yfir átt fína innkomu í þessari landsleikjatörn.

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Gríðarlega efnilegur leikmaður sem fékk eldskírn sína með landsliðinu á Wembley. Eigum eftir að sjá meira af honum í framtíðinni.

Mínus: 

Englendingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir fyrstu tveimur mörkum sínum, komust nokkuð auðveldlega í gegnum íslensku vörnina.

Það var vitað mál fyrir leik að Íslenska liðið myndi vera lítið með boltann. Fyrri hálfleikurinn var virkilega slakur hjá liðinu, lítið sem ekkert að gerast fram á við.

Var mögulega síðasti leikur nokkurra leikmanna sem hafa átt stóran þátt í velgengni landsliðsins síðastliðin ár, þeirra framlag er þakkarvert. Mínus flokkurinn af því þessir leikmenn gætu verið að hverfa á braut.

Innlendar Fréttir