10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Plús og mínus úr endurkomusigri Íslands – Karakter og styrkur

Skyldulesning

Markaðsverð á orku segir ESB

Hálfur september

Björn Bjarnason á ferð

Íslenska kvennalandsliðið vann mikilvægan 1-3 sigur á því Slóvakíska í undankeppni EM. Íslenska liðið lenti undir í leiknum en náði að snúa stöðunni sér í hag og vinna leikinn. Liðið er í góðum möguleika á að komast í lokakeppni EM.

Hér verður farið yfir það góða og það slæma sem hægt er að taka úr leiknum.

Mínus:


Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki nægilega vel og voru lakari aðilinn í fyrri hálfleik

Set spurningarmerki við varnarleik og markvörslu í marki Slóvakíu, hefði verið hægt að verjast betur. Mária Mikolajova fékk nægan tíma til að athafna sig fyrir framan vítateig íslenska liðsins.

Plús:

Íslensku stelpurnar mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og ógnuðu marki Slóvakíu ítrekað

Sendingarnar á milli leikmanna Íslands fóru að ganga betur og gott flæði komst í leik íslenska liðsins í seinni hálfleik.

Stelpurnar sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent undir og sneru stöðunni sér í hag.

Leikmenn landsliðsins stigu upp þegar á þurfti. Stelpurnar halda sér í góðum möguleika á að komast á EM.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir