7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Pogba sagður hafa gert upp hug sinn og stefnir á endurkomu til Juventus

Skyldulesning

Enska blaðið The Times heldur því fram að Paul Pogba miðjumaður Manchester United vilji ólmur komast aftur til Juventus á Ítalíu.

Forráðamenn Manchester United hafa fengið nóg af þeim látum sem fylgja Paul Pogba og umboðsmanni hans, samkvæmt enskum götublöðum er félagið tilbúið að selja hann í janúar.

Forráðamenn United eru veurlega ósáttir með Mino Raiola sem steig fram á mánudag og sagði frá því að Pogba vildi fara frá félaginu, hann væri ósáttur í herbúðum félagsins. Viðtalið kom degi fyrir leikinn gegn Leipzig sem tapaðist, United úr leik í Meistaradeildinni.

Pogba er með samning til 2022 en United vill selja hann sem fyrst og fá stærstan hluta fa þeim 89 milljónum punda sem félagið borgaði fyrir hann árið 2016.

ESPN segir frá en segir að hjá United efist menn um að Juventus hafi efni á Pogba á nýjan leik.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir