Innlent
| mbl
| 19.12.2020
| 14:24
Björn Jóhannsson og Bjarni Finnsson frá Pokasjóði ásamt Önnu Pétursdóttur frá Mæðrastyrksnefnd.
Ljósmynd/Aðsend
Pokasjóður úthlutaði í gær 40 milljónum króna til fjögurra hjálparsamtaka sem aðstoða þurfandi fjölskyldur fyrir jólin. Samtökin eru Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn.
Framlag Pokasjóðs er í formi 4.000 gjafakorta, sem hvert og eitt er að verðmæti 10.000 króna. Kortin má nýta í öllum verslunum sem eru aðilar að Pokasjóði, en þær eru um 130 um land allt. Í Pokasjóð renna tekjur af sölu burðarpoka í verslunum.