0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Pólitískt sumar

Skyldulesning

Föstudagur, 4. desember 2020

Miðað við þær upplýsingar, sem fram komu í gær má gera ráð fyrir, að búið verði að bólusetja þjóðina í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Gangi það eftir má búast við að þjóðlífið færist smátt og smátt í fyrra horf í kjölfarið.

Í því felst að þingmenn, frambjóðendur og flokkar, sem hafa lítið hugsað um annað en veiruna á þessu ári muni verða mikið á ferðinni, þegar kemur fram á næsta sumar í aðdraganda þingkosninganna í september.

Við sjáum því fram á mjög pólitískt sumar á næsta ári. Það verður lítið um sumarfrí hjá fyrrnefndum hópum.

Það verða því umbrotasamir tímar á næsta ári og ómögulegt að átta sig á hvert straumarnir liggja. Síðasta skoðanakönnun Gallup bendir ekki til mikilla breytinga á fylgi flokka en það getur allt breytzt í því umróti sem framundan er. 

Innlendar Fréttir