8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Pósturinn varar enn við netsvindli

Skyldulesning

Hér er ekta starfsmaður Póstsins að sinna netverslun, en það …

Hér er ekta starfsmaður Póstsins að sinna netverslun, en það getur verið erfitt að átta sig á svindlpóstum þar sem svikahrappar skreyta sig með nafni og merki Póstsins.

Eggert Jóhannesson

Enn og aftur hefur það gerst að svikahrappar senda út tölvupósta í nafni Póstsins til þess að komast yfir kortanúmer grandalauss fólks, sem treystir á að tölvupósturinn sé frá Póstinum komi og gefur upp fjárhagsupplýsingar í góðri trú um að þannig geti það leyst til sín sendingar.

Þetta hefur þetta verið mjög algengt síðustu mánuði og enn streyma slíkir póstar til fólks sem á sér einskis ills von frá Póstinum og á erfitt með að átta sig á að hann er ekki sendandinn, heldur svikahrappar sem ómögulegt er yfirleitt að hafa hendur í hári á, hvað þá að endurheimta fjártap.

Í fréttatilkynningu frá Póstinum er ítrekað að mikilvægt sé að smella ekki á hlekki, sem fylgja slíkum póstum, og alls ekki að gefa upp persónulega upplýsingar eða kortanúmer. Pósturinn fer aldrei fram á slíkar upplýsingar í pósti eða opnum vefsíðum, heldur er það einungis gert í gegnum þjónustusíðurnar á minn.postur.is þar sem notendur verða að skrá sig og auðkenna.

Jólin setja strik í reikninginn

Margir eiga von á sendingum þessa dagana, bæði frá útlöndum og innlendum netverslunum, en afar mikilvægt er að skoða tilkynningar vel og vandlega til þess að ganga úr skugga um að tilkynningin sé raunveruleg og í raun og veru frá Póstinum. Sendingarnúmer Póstsins, sem auðkenna hverja sendingu, eru 13 stafir, þar af tveir bókstafir fremst og tveir aftast með talnarunu á milli en svindlpóstarnir nú innihalda einmitt slík númer þannig það er enn mikilvægara að skoða vel.

Til að fullvissa sig um að sending sé í kerfi Póstsins er hægt að fara á heimasíðu fyrirtækisins, smella á „Finna sendingu“ og leita þar að sendingarnúmeri eða skrá sig inn á minn.postur.is.

Jafnframt bendir Pósturinn á sérstaka vefsíðu um netsvindl, sem fyrirtækið setti upp neytendum til upplýsingar um sindl og svínarí af þessu tagi.

https://www.posturinn.is/frettir/blogg/2020/verjumst-netsvindli/

„Því miður erum við að sjá þetta aftur og aftur, en svindlið er mjög vandað,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins. „Við erum með þjónustusíður á minn.postur.is, þar sem viðskiptavinir geta séð yfirlit yfir sendingar til sín og greitt af þeim á lokaðri síðu bakvið innskráningu. Við krefjumst aldrei greiðslu fyrir sendingar í gegnum opna síðu.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir